Rafhlaða hlaðin
Nauðsynlegt er að hlaða rafhlöðuna áður en hátalarinn er notaður.
Þegar hleðslustaðan á rafhlöðunni er lág blikkar ljósið á hleðsluvísinum. Ljósið logar á
meðan rafhlaðan er í hleðslu. Þegar rafhlaðan er fullhlaðin slokknar á ljósinu.
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Stingdu snúru hleðslutækisins í hleðslutengið á hátalaranum.
3 Þegar rafhlaðan er fullhlaðin skal fyrst taka hleðslutækið úr sambandi við
hátalarann og svo úr innstungunni.
Einnig er hægt að hlaða rafhlöðuna með samhæfri USB-snúru. Það getur tekið lengri
tíma að hefja hleðslu með USB-snúru þannig að ekki er víst að hægt sé að nota
hátalarann strax. Ekki er víst að hægt sé að hlaða ef þú notar USB-fjöltengi sem fær
straum úr tölvu. Hleðsla hátalarans tekur styttri tíma ef hann er tengdur við innstungu.
Aðeins er hægt að nota USB-tenginguna til að hlaða rafhlöðuna.
Í hátalaranum er innbyggð rafhlaða sem hægt er að fjarlægja. Rafhlaðan er fjarlægð
með því að skrúfa rafhlöðulokið af og lyfta því og rafhlöðunni varlega upp.